Hjalteyri 2012. Mineral on concrete.

 

Hjalteyri 2012. Mineral on concrete.

 

Hjalteyri 2012. Mineral on concrete.

Hjalteyri 2012. Mineral on concrete.

Hjalteyri 2012. Mineral on concrete.

 
Hjalteyri

Hjalteyri 2012. Installation.

Finnur Keli Kristján

Í júlí 2010 opnuðu listamennirnir Finnur Arnar og Kristján Steingrímur myndlistarmenn og Þorkell Atlason tónskáld sýningu í Verksmiðjunni - listamiðstöð á Hjalteyri.

Efniviður sýningarinnar var sóttur í verksmiðjuna og umhverfi hennar en listamennirnir dvöldu um tíma í húsbíl á Hjalteyri við undirbúning sýningarinnar. Þannig unnu þeir með staðinn og sköpuðu hljóðheim og innsetningu sem myndaði heild í sýningarsölum verksmiðjunnar. Hver og einn mætti með sínar hugmyndir sem þróaðar voru í samvinnu. Sýningin endurspeglaði vel vinnuferlið og mynduðu verkin eina heild í salarkynnum verksmiðjunnar. Auk þess frömdu þeir gjörning við opnun sýningarinnar þar sem húsbíllinn var hluti af gjörningnum.

Kristján Steingrímur vann með arkitektúr hússins en hann málaði burðarsúlur í sýningarsölunum með jarðefnum frá staðnum. Þannig var gerð tilraun til að vinna salinn á band sýningarinnar og um leið minna húsið á uppruna sinn en verksmiðjan var byggð úr steinefnum sem sem tekin voru úr fjörunni á Hjalteyri.

Finnur Arnar vann innsetningu sem tengdist lífi listamannanna í húsbílnum sem og lífinu á Hjalteyri. Inntak verksins var annarsvegar að skapa eitthvað og hinsvegar að eyða eða drepa eitthvað. Þann tíma sem Finnur dvaldi á Hjalteyri smíðaði hann módel af húsbílnum jafnframt því að safna blómum og jurtum sem lifa á Hjalteyri sem hann setti í blómapotta og inní rými þar sem plönturnar drápust hægt og rólega.

Þorkell vann aðallega í miðrýminu. Verkið byggist á hljóðinu sem myndast þegar kúlu er rennt eftir endilöngu rýminu. Rýmið myndaði einskonar braut fyrir kúluna og fyrir miðju var komið fyrir keilu, líkt og í keilusal. Hljóðmynd verksins byggist síðan á endurteknum tilraunum við að hitta keiluna. Tveimur hátölurum var komið fyrir í rýminu og hljóðinu varpað þangað inn.