Áfangastaðir
Árið 1999 hóf ég störf sem akademískur stjórnandi við Listaháskóla Íslands. Starfsins vegna hef ég ferðast víða til að sækja fundi og ráðstefnur, þá aðalega til borga í Evrópu. Þessar ferðir hafa orðið mér uppspretta fyrir listsköpun. Í myndröð frá 1999 - 2004 lýsti ég ákveðnum stöðum sem urðu á vegi mínum í borgunum, nánast eins og fyrir tilviljun með litatónum . Það gat verið á götuhorni, á fjölfarinni leið eða í opinberum garði þar sem ég áði. Til að gefa áhorfendum kost á að njóta hugsanlega sömu upplifunar og ég merkti ég verkin með GPS tölum. Þannig voru verkin orðin að vegvísir fyrir áhorfandann sem átti þess kost að fara í ferðalag og leita uppi staðina. Ferðalagið sjálft var í raun verkið. Málverkin voru sýnd í Berlín 2004.
I started to work as an academic administrator at the Academy in 1999. Because of my work I have traveled widely to attend meetings and conferences, mainly in the European cities. These tours have become my source of artistic creation. In the series from 1999-2004, I described certain places that I came across, almost by accident, by a tone of colors. It could be on a street corner, the busy route or in a public park where I rested. To give the audience the opportunity to possibly enjoy the same experience I marked the works with GPS data. Thus, the works became a road map for the viewer who had the opportunity to go on a trip and look up places. The trip itself was really the work. The paintings were exhibited in Berlin in 2004.