Safn Reykjavík, International contemporary art gallery 2006.

Safn Reykjavík, International contemporary art gallery 2006.

Teikning | Drawing 2006. Carving on canvas, 180 x 150 cm.

Teikning | Drawing 2006. Carving on canvas, 180 x 150 cm.

Teikning | Drawing 2008. Ink on paper, 60 x 80 cm.

Rannsokn1_102

Safni mars 2006

Líf í örðum
Verkin hér eru náttúrumyndir. Við fyrstu sýn mætti ætla að einhver sérlundaður maður hafi af ótrúlegri natni og fyrirhyggjuleysi dregið upp fínlegar og margbrotnar línur sem hverfast hver um aðrar. Sumar tengjast líkt og eitthvað undarlegt afl hafi dregið þær saman vegna eiginleika sem eru okkur alls ókunnir. Stundum draga stakir línuklasar sig úr hópnum, en aðrar línur mætast í framandi dansi, reiðubúnar að snertast í sérviskulegri reynslu meðan aðrar leiðast út í endaleysur. En þetta eru samt náttúrumyndir. Hvarvetna blasa þessar náttúrumyndir við okkur, ef við aðeins gefum þeim nægan gaum. Reyndar með nokkurri stækkun. Og Kristján hefur stækkað þessar myndir af agnarlitlum örðum á jörðinni, örðum sem við tökum ekki eftir meðan við fylgjumst með stórbrotnum landflæmum sökkt undir vatn. En hann sýnir einnig viðleitni okkar til að festa óreiðuna í kunnulegri form.Teikningarnar eru tilraun til að gefa hinu smáa og nánast ósýnilega í náttúrunni merkingu. Við samruna þeirra skapast myndheild sem sameinar óreiðu náttúrunnar og regluna sem maðurinn reynir að koma á í henni.

Sjálf stöndum við ævinlega frammi fyrir sömu eiginleikum lífsins. Við tengjumst hvert öðru í undarlegum dansi, fáum stundum nýja dansfélaga, sem síðan hverfa á braut á máta sem er aldrei fyllilega skipulegur, né vitum við hvaða lag tekur næst við. Sem mun kannski tengja okkur á ný. En þetta eru náttúrumyndir. Og með því að nálgast það ferli sem felst í að koma svo smágerðum hlutum á mynd getum við íhugað hlutskipti okkar eitt andartak. Eða lengur. Í von um að koma reglu á óreiðuna. Þetta eru náttúrumyndir.

Jóhann Sigurfinnur Bogason
heimspekingur

Life Minute
The works exihibited here are of nature. At first sight one might assume that some eccentric man has conscientiously and arbitrarily drawn up delicate and tangled lines that intertwine around each other. Some connect as if an unknown force has pulled them together because of attributes that are totally foreign to us. Sometimes particular bundles separate themselves away from the group, while others meet in an exotic dance all set to touch in a peculiar experience, and yet others go on a road to nowhere. But these are none the less works of nature. Admittedly somewhat enlarged. And Kristján has magnified these insignificant fragments from the ground, fragments that we disregard while watching enormous areas of land sunk under water. But he also shows our tendency to bring this disarray into a more familiar form. These drawings are an effort to assign the small and almost invisible parts of nature a meaning. This fusion creates a visual entity which unites the chaos of nature and the order that man desires to bestow upon it.

We are ourselves always confronted with these same attributes of life. We connect in an extraordinary dance, sometimes we get a new partner, that may disappear in a way that is neither fully methodical, nor are we aware of what song comes next. Which might connect us once again. But these are pictures of nature. And by approaching the process which entails so minute particulars manifesting themselves on a frame, we can contemplate our lot for a moment. Or longer. These are works of nature.

Jóhann Sigurfinnur Bogason
philosopher